Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgreinin Sveinn Arnarsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Ferðaþjónustan skilaði á þessu ári 302 milljörðum í gjaldeyristekjur og er fyrsta greinin til að rjúfa 300 milljarða múrinn í sögu íslensks efnahagslífs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðaþjónusta hefur átt stóran þátt í endurreisn atvinnulífsins og verið einn af burðarásum íslensks efnahagslífs eftir hrun bankanna árið 2008: „Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010.“ Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hefur bæði skilað gríðarlegum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og sömuleiðis hefur fjölgun starfa í greininni verið stór þáttur í minnkandi atvinnuleysi á landinu. Segir í greiningu Íslandsbanka að af þeim rúmlega tíu þúsund nýju störfum sem hafa skapast á landinu frá árinu 2010 hefur um helmingur þeirra orðið til í ferðaþjónustu. Atvinnuleysi á landinu hefur lækkað hægt og bítandi frá hruni. Atvinnuleysi fór hæst í rúm ellefu prósent í maí árið 2010 en mældist 4,4 prósent í janúar.Ferðaþjónustan í tölum.Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þennan vöxt ferðaþjónustunnar hafa verið himnasendingu fyrir íslenskt efnahagslíf. „Vöxtur greinarinnar kom á mjög góðum tíma þegar slaki var í hagkerfinu. Nú er greinin orðin stór og skilar næstum þriðjungi útflutningstekna þjóðarinnar. Því er mikilvægt kannski að staldra við og spyrja sig hvort hún vaxi of hratt. Við viljum ekki hafa öll eggin í sömu körfunni. Aukinn fjölbreytileiki gefur meiri stöðugleika og við erum að tengjast betur hagsveiflum í löndunum í kringum okkur. Við viljum ekki að ferðaþjónustan verði með meirihluta útflutningstekna þjóðarinnar.“Ingólfur Bender342 milljarða gjaldeyristekjur Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni hafa einnig aukist samhliða þessum vexti og eru tekjur af ferðamönnum einnig stærri hluti af heild en áður. Árið 2009 voru gjaldeyristekjurnar um fimmtungur af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Greiningardeild Íslandsbanka áætlar að tekjurnar á þessu ári verði um 342 milljarðar íslenskra króna, eða um 29 prósent af heildinni. Ferðaþjónustan er því stærsti einstaki hluturinn í öfluðum útflutningstekjum. Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar árið 2014 voru 302 milljarðar króna samanborið við 241 milljarð hjá sjávarútveginum. Ferðaþjónustan er því fjórðungi stærri en sjávarútvegurinn þegar kemur að útflutningstekjum. „Auðvitað hljótum við að horfa til þess að stjórnvöld fari í meiri mæli að horfa til mikilvægis greinarinnar og byggja upp innviði og annað til að tryggja vöxt hennar og viðgang. Það er mikilvægt að á meðan greinin vex svona hratt að bæði ferðaþjónustan og stjórnvöld gangi í takt því sameiginlegir hagsmunir eru miklir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga ÁrnadóttirrightLeifsstöð eina gáttin til landsins Langflestir ferðamenn sem heimsækja landið koma í gegnum Leifsstöð. Áætlað er að á þessu ári muni 1,2 milljónir ferðamanna koma í gegnum þá gátt til landsins og að um 150 þúsund ferðamenn komi í gegnum aðra staði á landinu. Áætlar greiningardeildin að um 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um tæpan fjórðung. Samkvæmt þessu verða ferðamenn því fjórfalt fleiri en Íslendingar. Hótelnýting góð Á síðasta ári var nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu hámarki. 84 prósent nýting hótelherbergja er betri nýting en í London, Amsterdam og fleiri borgum Evrópu. Áætlað er að um 4.500 hótelherbergi verði til á suðvesturhorni landsins í árslok 2016, eða þriðjungsfjölgun. Þrátt fyrir þá miklu fjölgun áætlar greiningardeild Íslandsbanka að þörf sé á þessum hótelrýmum og telur að nýtingarhlutfallið verði enn mjög hátt. Um 700 ný hótelherbergi munu fara í rekstur á árinu og mæta þar með aukinni eftirspurn eftir hótelgistingu á svæðinu. „Greiningaraðilar hafa bent á að samhliða, þrátt fyrri fjölgun hótelherbergja, hefur nýtingarhlutfallið aukist. Því er þessi fjölgun í takt við það. Mikilvægt er að byggt sé upp í línu við stefnu greinarinnar hvað varðar tegund vaxtar, við viljum fjölga verðmætum ferðamönnum og þá þarf uppbygging, meðal annars gististaða, að endurspegla það,“ segir Helga.800 ferðir til tunglsins Bílaleigur í rekstri á Íslandi eru nú orðnar yfir 150 talsins. Árið 2003 var 51 starfandi bílaleiga á landinu. Sú fjölgun á tímabilinu er í sama hlutfalli við fjölgun ferðamanna, sem hefur þrefaldast á sama tíma. Nærri níu af 10 bílaleigubílum í umferð árið 2014 voru innan við fimm ára gamlir og þriðjungur þeirra nýir bílar. Bílaleigur eru af þessum sökum gríðarlega umsvifamikill aðili í kaupum á nýjum bílum. Standa bílaleigur undir 40 prósentum af kaupum á nýjum bílum á landinu. Frá árinu 2010 hefur þetta hlutfall verið mjög stöðugt og því hafa bílaleigur undanfarin fimm ár keypt um helming allra nýrra bíla á landinu. Bílaleigubílar hér á landi keyrðu rúmar 300 milljónir kílómetra á síðasta ári sem eru um 230.000 ferðir á hringveginum. Kílómetrafjöldinn samsvarar einnig 400 ferðum til tunglsins og aftur til baka. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur átt stóran þátt í endurreisn atvinnulífsins og verið einn af burðarásum íslensks efnahagslífs eftir hrun bankanna árið 2008: „Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010.“ Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hefur bæði skilað gríðarlegum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og sömuleiðis hefur fjölgun starfa í greininni verið stór þáttur í minnkandi atvinnuleysi á landinu. Segir í greiningu Íslandsbanka að af þeim rúmlega tíu þúsund nýju störfum sem hafa skapast á landinu frá árinu 2010 hefur um helmingur þeirra orðið til í ferðaþjónustu. Atvinnuleysi á landinu hefur lækkað hægt og bítandi frá hruni. Atvinnuleysi fór hæst í rúm ellefu prósent í maí árið 2010 en mældist 4,4 prósent í janúar.Ferðaþjónustan í tölum.Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þennan vöxt ferðaþjónustunnar hafa verið himnasendingu fyrir íslenskt efnahagslíf. „Vöxtur greinarinnar kom á mjög góðum tíma þegar slaki var í hagkerfinu. Nú er greinin orðin stór og skilar næstum þriðjungi útflutningstekna þjóðarinnar. Því er mikilvægt kannski að staldra við og spyrja sig hvort hún vaxi of hratt. Við viljum ekki hafa öll eggin í sömu körfunni. Aukinn fjölbreytileiki gefur meiri stöðugleika og við erum að tengjast betur hagsveiflum í löndunum í kringum okkur. Við viljum ekki að ferðaþjónustan verði með meirihluta útflutningstekna þjóðarinnar.“Ingólfur Bender342 milljarða gjaldeyristekjur Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni hafa einnig aukist samhliða þessum vexti og eru tekjur af ferðamönnum einnig stærri hluti af heild en áður. Árið 2009 voru gjaldeyristekjurnar um fimmtungur af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Greiningardeild Íslandsbanka áætlar að tekjurnar á þessu ári verði um 342 milljarðar íslenskra króna, eða um 29 prósent af heildinni. Ferðaþjónustan er því stærsti einstaki hluturinn í öfluðum útflutningstekjum. Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar árið 2014 voru 302 milljarðar króna samanborið við 241 milljarð hjá sjávarútveginum. Ferðaþjónustan er því fjórðungi stærri en sjávarútvegurinn þegar kemur að útflutningstekjum. „Auðvitað hljótum við að horfa til þess að stjórnvöld fari í meiri mæli að horfa til mikilvægis greinarinnar og byggja upp innviði og annað til að tryggja vöxt hennar og viðgang. Það er mikilvægt að á meðan greinin vex svona hratt að bæði ferðaþjónustan og stjórnvöld gangi í takt því sameiginlegir hagsmunir eru miklir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga ÁrnadóttirrightLeifsstöð eina gáttin til landsins Langflestir ferðamenn sem heimsækja landið koma í gegnum Leifsstöð. Áætlað er að á þessu ári muni 1,2 milljónir ferðamanna koma í gegnum þá gátt til landsins og að um 150 þúsund ferðamenn komi í gegnum aðra staði á landinu. Áætlar greiningardeildin að um 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um tæpan fjórðung. Samkvæmt þessu verða ferðamenn því fjórfalt fleiri en Íslendingar. Hótelnýting góð Á síðasta ári var nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu hámarki. 84 prósent nýting hótelherbergja er betri nýting en í London, Amsterdam og fleiri borgum Evrópu. Áætlað er að um 4.500 hótelherbergi verði til á suðvesturhorni landsins í árslok 2016, eða þriðjungsfjölgun. Þrátt fyrir þá miklu fjölgun áætlar greiningardeild Íslandsbanka að þörf sé á þessum hótelrýmum og telur að nýtingarhlutfallið verði enn mjög hátt. Um 700 ný hótelherbergi munu fara í rekstur á árinu og mæta þar með aukinni eftirspurn eftir hótelgistingu á svæðinu. „Greiningaraðilar hafa bent á að samhliða, þrátt fyrri fjölgun hótelherbergja, hefur nýtingarhlutfallið aukist. Því er þessi fjölgun í takt við það. Mikilvægt er að byggt sé upp í línu við stefnu greinarinnar hvað varðar tegund vaxtar, við viljum fjölga verðmætum ferðamönnum og þá þarf uppbygging, meðal annars gististaða, að endurspegla það,“ segir Helga.800 ferðir til tunglsins Bílaleigur í rekstri á Íslandi eru nú orðnar yfir 150 talsins. Árið 2003 var 51 starfandi bílaleiga á landinu. Sú fjölgun á tímabilinu er í sama hlutfalli við fjölgun ferðamanna, sem hefur þrefaldast á sama tíma. Nærri níu af 10 bílaleigubílum í umferð árið 2014 voru innan við fimm ára gamlir og þriðjungur þeirra nýir bílar. Bílaleigur eru af þessum sökum gríðarlega umsvifamikill aðili í kaupum á nýjum bílum. Standa bílaleigur undir 40 prósentum af kaupum á nýjum bílum á landinu. Frá árinu 2010 hefur þetta hlutfall verið mjög stöðugt og því hafa bílaleigur undanfarin fimm ár keypt um helming allra nýrra bíla á landinu. Bílaleigubílar hér á landi keyrðu rúmar 300 milljónir kílómetra á síðasta ári sem eru um 230.000 ferðir á hringveginum. Kílómetrafjöldinn samsvarar einnig 400 ferðum til tunglsins og aftur til baka.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira