Engin samfélagsleg ábyrgð – engin samfélagsleg sýn Skjóðan skrifar 4. mars 2015 11:00 Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira