Mæna er frökk og litrík í ár Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. mars 2015 12:45 Fimmtán grafískir hönnuðir útskrifast frá Listaháskóla Íslands í vor. Hópurinn gefur út tímaritið Mænu og býður í útgáfuhóf á miðvikudag. mynd/stefán Úgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnema í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, verður haldið á miðvikudag 11. mars í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem Mæna er gefin út en markmið Mænu er að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarfsemi og tilraunakenndum samræðum. „Mæna er fyrir alla sem hafa áhuga á grafískri hönnun, vilja kynna sér um hvað hún snýst og sjá hvað verið er að gera í Listaháskólanum. Þetta blað er alls ekki bara fyrir faglærða,“ segir Hrefna Lind Einarsdóttir, ein þeirra fimmtán útskriftarnema sem vinna blaðið á ár. „Mæna er alltaf unnin út frá ákveðnu þema hvert ár og núna var þemað „kerfi“. Við sáum um útlit blaðsins en það samanstendur af greinum og ljósmyndum. Mæna er mjög frökk og litrík í ár,“ segir Hrefna. „Við gefum hana út í fimm hundruð eintökum sem gefin verða í útgáfupartíinu. Fyrstir koma, fyrstir fá en upplagið klárast yfirleitt alltaf,“ bætir hún við. Greinarhöfundar eru meðal annarra Ármann Jakobsson, Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Goddur, Hörður Lárusson og Thomas Pausz en ritstjórn er í höndum Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra og lektors, og Bryndísar Björgvinsdóttur, fagstjóra fræðagreina. Hrefna segir vinnuna við blaðið hafa gengið vel og hópurinn sé ánægður með afraksturinn. „Við byrjuðum fyrir jól að vinna blaðið og skiptum með okkur verkum. Þetta var mikil tilraunastarfsemi, við vildum gera eitthvað nýtt og prófuðum okkur áfram. Það er lögð áhersla á fræðilega umræðu, líflegar hugmyndir og skoðanaskipti en í blaðinu er mikið af flottum greinum. Þetta hjálpaði okkur sjálfum að víkka sjóndeildarhringinn og að sjá hvað er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt og skerpti sýn okkar á hönnunarferlið. Blaðið sýnir vel hvað grafísk hönnun er að gera,“ segir Hrefna Lind. Hópurinn vann Mænu í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf. og voru fyrstu eintökin að koma úr prentun. „Það er allt að verða tilbúið fyrir útgáfuhófið,“ segir Hrefna.Hér má sjá myndband af Mænu í prentun. Á heimasíðunni mæna.is má skoða eldri útgáfur en sú nýjasta fer inn á vefinn við útgáfuna 11. mars. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Úgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnema í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, verður haldið á miðvikudag 11. mars í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem Mæna er gefin út en markmið Mænu er að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarfsemi og tilraunakenndum samræðum. „Mæna er fyrir alla sem hafa áhuga á grafískri hönnun, vilja kynna sér um hvað hún snýst og sjá hvað verið er að gera í Listaháskólanum. Þetta blað er alls ekki bara fyrir faglærða,“ segir Hrefna Lind Einarsdóttir, ein þeirra fimmtán útskriftarnema sem vinna blaðið á ár. „Mæna er alltaf unnin út frá ákveðnu þema hvert ár og núna var þemað „kerfi“. Við sáum um útlit blaðsins en það samanstendur af greinum og ljósmyndum. Mæna er mjög frökk og litrík í ár,“ segir Hrefna. „Við gefum hana út í fimm hundruð eintökum sem gefin verða í útgáfupartíinu. Fyrstir koma, fyrstir fá en upplagið klárast yfirleitt alltaf,“ bætir hún við. Greinarhöfundar eru meðal annarra Ármann Jakobsson, Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Goddur, Hörður Lárusson og Thomas Pausz en ritstjórn er í höndum Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra og lektors, og Bryndísar Björgvinsdóttur, fagstjóra fræðagreina. Hrefna segir vinnuna við blaðið hafa gengið vel og hópurinn sé ánægður með afraksturinn. „Við byrjuðum fyrir jól að vinna blaðið og skiptum með okkur verkum. Þetta var mikil tilraunastarfsemi, við vildum gera eitthvað nýtt og prófuðum okkur áfram. Það er lögð áhersla á fræðilega umræðu, líflegar hugmyndir og skoðanaskipti en í blaðinu er mikið af flottum greinum. Þetta hjálpaði okkur sjálfum að víkka sjóndeildarhringinn og að sjá hvað er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt og skerpti sýn okkar á hönnunarferlið. Blaðið sýnir vel hvað grafísk hönnun er að gera,“ segir Hrefna Lind. Hópurinn vann Mænu í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf. og voru fyrstu eintökin að koma úr prentun. „Það er allt að verða tilbúið fyrir útgáfuhófið,“ segir Hrefna.Hér má sjá myndband af Mænu í prentun. Á heimasíðunni mæna.is má skoða eldri útgáfur en sú nýjasta fer inn á vefinn við útgáfuna 11. mars.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira