Fólki sama um merktar gjafir fanney birna jónsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Mikill meirihluti vill að Kiwanis og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum merkta reiðhjólahjálma. Reglur Reykjavíkurborgar um gjafir koma í veg fyrir slíkt. Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar. Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar.
Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01