Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum Skjóðan skrifar 15. apríl 2015 10:45 Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira