Ekkert eftirlit með misbeitingu au pair-fólks hér á landi fanney birna jónsdóttir skrifar 16. apríl 2015 07:30 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður. Vísir/Getty Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf. Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf.
Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira