Bílstjórar breiði út faðminn Stjórnarmaðurinn skrifar 22. apríl 2015 11:45 Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira