Hart deilt um þjóðarmorð Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. apríl 2015 07:00 Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. fréttablaðið/EPA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær.
Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira