Ég missti aldrei trúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 06:00 Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk gegn Serbum í gær. Hér er hann í baráttu inni á línunni. fréttablaðið/ernir Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“ EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“
EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira