Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Framtíð erlendra leikmanna í Domino's-deild karla verður til umræðu á ársþingi KKÍ. Nú gæti Könum fjölgað í deildinni. Vísir/Davíð Þór Guðlaugsson Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Enn eina ferðina verða útlendingamálin í körfuboltanum til umræðu á ársþingi KKÍ sem hefst í dag með nefndavinnu. Þrjú lið leggja fram tillögur sem myndu fjölga erlendum leikmönnum í deildinni, en undanfarin tvö ár hefur verið notast við 4+1-regluna. Hún felur í sér að aðeins megi einn leikmaður sem ekki er íslenskur ríkisborgari vera inni á vellinum hverju sinni. Þessu vilja Höttur frá Egilsstöðum, Keflavík og KFÍ á Ísafirði breyta. Tillaga Keflavíkur og Hattar er svipuð. Í grunninn vilja liðin leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum í einu, en þannig var reglan áður en farið var í fjóra plús einn. Þá skiptir engu máli hvort leikmaðurinn sé Bandaríkjamaður eða innan FIBA Europe-landanna, svokallaður Bosman-leikmaður. Verði tillaga KFÍ samþykkt mega liðin nota einn Bandaríkjamann inn á hverju sinni og ótakmarkaðan fjölda Bosman-leikmanna.Bestu Íslendingarnir vinna „Ástæðan fyrir þessu er, eins og kemur fram í greinargerðinni, að við vildum auka gæðin aðeins í deildinni,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við erum líka í rauninni að svara kalli landsbyggðarinnar sem hefur ekki sömu möguleika og Reykjavíkur- og Suðurnesjaliðin að fá til sín íslenska leikmenn,“ segir Sævar. Hann segir það ekki öllu máli skipta hvort útlendingarnir séu einn eða tveir, það lið sem hefur bestu Íslendingana vinnur alltaf. „Sama hver reglan er vinnur liðið með bestu íslensku leikmennina og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Sjáðu bara KR-liðið síðustu tvö ár, Grindavík á undan því, Snæfell 2010 og Keflavíkurliðið 2003-2005. Þessi lið hefðu alltaf unnið sama hvort það væru einn eða tveir Kanar leyfðir,“ segir Sævar.Bosman ekki sama og Kani Sævar segist ekki vita hvort tillaga Keflvíkinga og Hattarmanna fái hljómgrunn á ársþinginu. „Við erum bara að setja þetta fram þannig að þetta verði rætt,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti og vafalítið ekki það síðasta sem tekist verður á um útlendingamálin í íslenska körfuboltanum. „Persónulega hallast ég að Kana plús Bosman, svona þegar horft er til laganna. Svo hafa Bosman-leikmenn ekki alveg sama gildi og bandarísku leikmennirnir. Það er auðvitað hægt að sjá kosti og galla á þessu öllu,“ segir Sævar, en hann er lögfræðingur. „Það er samt ekkert mál ef menn vilja halda þessu óbreyttu í tvö ár ef vilji er til þess. Maður vill bara fara að sjá eitthvað ákveðið og reyna að halda í það í lengri tíma,“ segir Sævar Sævarsson.Lagaflækja Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, treystir sér ekki til að segja hvaða lending sé líklegust. „Þetta er alveg 50-50. Það sem maður heyrir er að reglan haldist óbreytt eða það verði Kani og opið fyrir Bosman-leikmenn. Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt í þessu,“ segir Hannes. Talsmenn þess að leyfa Bosman-leikmenn beita margir hverjir þeim rökum að ekki sé hægt að takmarka þá þar sem í raun og veru sé þá verið að hindra menn í að fá vinnu á frjálsum evrópskum vinnumarkaði. „Í þessum reglum og tillögum er bara verið að tala um hve margar íslenskar kennitölur mega vera inni á vellinum hverju sinni. Lið mega semja við fleiri Bosman-leikmenn. Þess vegna er þetta lagaflækja sem enginn treystir sér í. Þetta er líka eitthvað sem menn eru að takast á um í hinum evrópska körfuboltaheimi,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira