Stórslysi verður að afstýra! Ólafur Arnarson skrifar 8. maí 2015 07:00 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Arnarson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta, sem einungis er hægt að segja upp með sex ára fyrirvara, er lævís tilraun til varanlegs framsals á verðmætri sameign íslensku þjóðarinnar til örfárra, handvalinna útgerðarfyrirtækja. Samþykki Alþingi þetta frumvarp mun sá gjörningur flokkast undir stórslys enda felur þetta frumvarp í sér stærsta gjafagjörning Íslandssögunnar til þessa. Mótbárur ráðherrans um að einungis sé verið að koma á stöðugleika í greininni og auðvelt sé að afnema sex ára regluna er haldlaust hjal og til blekkinga fallið. Með sex ára reglunni er tryggt að ekki dugar eitt kjörtímabil til að breyta heldur þarf ríkisstjórnarmeirihluti að sitja samfellt í sex ár til að breyta þessum sex ára afnotarétti stórútgerðarinnar á sameign þjóðarinnar. Í allri Íslandssögunni hefur það tvisvar gerst að ríkisstjórnir hafa setið meira en eitt kjörtímabil samfellt. Jafnvel þó að næstu ríkisstjórn tækist að sitja í sex ár er ljóst að sú verður þrautin þyngri að afnema nýtingarrétt sem einu sinni er kominn á. Rétt eins og í núverandi kvótakerfi munu aflaheimildir og kvótahlutdeild verða seldar milli aðila og rekið verður upp ramakvein um eignaupptöku ætli menn að hrófla við kerfinu. Fyrir utan hinn einstæða gjafagjörning frá þjóðinni til nokkurra stórútgerða er ekkert tillit tekið til þess í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að stórútgerðin er alls ekki eini aðilinn sem hefur fjárfest vegna makrílveiða og skapað nýjar þjóðartekjur. Megnið af makrílafla stórútgerðarinnar fer til bræðslu. Sjálfstæðir fiskverkendur hafa hætt miklu til með kaupum og vinnslu á makríl til manneldis og verið leiðandi í því að hámarka verðmætasköpun af þessum nýja flökkustofni við Íslandsstrendur. Þá má ekki gleyma minni kvótasettum skipum og strandveiðimönnum, en þeirra veiðar eru lykill að framboði á makríl á fiskmörkuðum. Minni kvótasett skip ættu að fá stærri hluta heildarkvótans og gefa ætti makrílveiðar strandveiðimanna frjálsar þar sem þær ná aldrei því magni að ógna stofninum.Þjónkun við hagsmuni Þetta frumvarp sjávarútvegsráðherra sýnir í hnotskurn þjónkun hans og ríkisstjórnarinnar allrar við hagsmuni og kröfur stórútgerðarinnar í landinu. Makrílfrumvarpið er svo ekkert annað en generalprufa fyrir stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, sem ráðherra tókst ekki að leggja fram á þessu þingi. Þar ætla menn að gefa nýtingarréttinn með fimmtán ára uppsagnarfresti þannig að til að afturkalla þann rétt þarf ríkisstjórn að sitja samfellt í fimmtán ár. Sá gjafagjörningur yrði aldrei afturkallaður. Þær tvær ríkisstjórnir sem lengst hafa setið hér á landi náðu hvorug meira en tólf árum. Vissulega er mikilvægt að stöðugu umhverfi verði komið á til frambúðar í íslenskum sjávarútvegi. Sá stöðugleiki má hins vegar ekki felast í því að sameiginlegar þjóðarauðlindir verði afhentar örfáum fyrirtækjum á óafturkræfan hátt. Stöðugleiki verður best tryggður með því að stjórnvöld tryggi eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi – umhverfi sem aftur tryggir hámörkun verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið í heild en skarar ekki eld að köku örfárra útvalinna. Umhverfi sem tryggir nýliðun í íslenskum sjávarútvegi. Eina leiðin til að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af nýtingu þjóðarauðlinda er að nota markaðslausnir til að verðleggja þann nýtingarrétt. Það þýðir að þeir sem geta skapað mest verðmæti úr auðlindinni geta borgað hæst verð fyrir aðgang að henni. Besta leiðin er að tiltekið hlutfall heildarkvóta renni á hverju ári aftur til ríkisins sem leigir þann kvóta aftur til hæstbjóðenda. Þessi regla ætti að gilda um allan fisk, bæði bolfisk og uppsjávarstofna. Svo þarf að tryggja að tiltekið lágmarkshlutfall afla sé selt í gegnum íslenska fiskmarkaði. Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gengur í þveröfuga átt. Lögfesting þess myndi treysta í sessi þá sovésku virðiskeðju, sem er ríkjandi í íslenskum sjávarútvegi, þar sem örfáum stórum útgerðarfyrirtækjum eru tryggð fullkomin yfirráð yfir fiskinum allt úr hafi í maga erlendra neytenda – gegn vægu gjaldi eða engu. Þessu til viðbótar er kvótafyrirtækjunum tryggt samkeppnisforskot gagnvart sjálfstæðum fiskverkendum þar sem þeir fá að verðleggja afla til eigin fiskvinnslu langt undir markaðsverði. Þar með geta þau undirboðið sjálfstæða fiskverkendur á erlendum mörkuðum og hafa gert það. Við það verður ekki unað að þessi stærsti gjafagjörningur Íslandssögunnar verði keyrður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar! Þessu stórslysi er enn hægt að afstýra!
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun