Aðeins átján dagar á milli skjálftanna í Nepal Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2015 00:01 Íbúar í Katmandú héldu út á opin svæði milli húsa þegar skjálftinn reið yfir í gær. Vísir/EPA Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira