Er hægt að laga þingið? Árni Páll Árnason skrifar 19. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun