Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur. Gjaldeyrishöft Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira