Að slátra gullgæsinni Árni Páll Árnason skrifar 27. maí 2015 07:00 Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun