Stærra fyrir okkur en ÓL fyrir Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 06:30 Ísland á stóran hóp á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/ernir Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir. Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir.
Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira