Stærra fyrir okkur en ÓL fyrir Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 06:30 Ísland á stóran hóp á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/ernir Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira