Valdníðsla á Alþingi Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall skrifa 2. júní 2015 06:00 Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun