Haftalosun í þremur liðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 07:00 Mikil gleði ríkti hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar og starfsfólki ráðuneytanna eftir kynninguna í gær. VÍSIR/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári. Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira