Afnám hafta er hafið Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna. Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast. Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi. Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar. Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin. Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar