Þér Hrútar guðmundur andri thorsson skrifar 15. júní 2015 09:00 Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: „Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Æsispennandi mynd um riðuveiki í sauðfé? Já auðvitað. En einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að búa til slíka mynd. Ekki svo ýkja langt síðan einbúar í sveit voru einkum hafðir til aðhláturs og sýndir með samblandi af vorkunnsemi, vantrú og glotti. Nú er þetta hetja vorra tíma. Andlit þjóðarinnar.Hinn eilífi kotbóndi Þetta er á meðal þess sem Hrunið færði okkur, þrátt fyrir allt: úr því að lygasagan um okkur leiddi yfir þjóðina skuldir og skömm varðar nú öllu að finna á ný sögurnar sem fjalla um okkur eins og við erum og vorum. Finna eitthvað sem er satt og segja frá því. Sú leit stendur enn og fer fram í listum; meðal annars bókmenntunum og kvikmyndunum. Og nú er spurt: erum við Íslendingar þá ekkert víkingar inn við beinið heldur kannski fyrst og fremst kotbændur í grunninn þegar allt kemur til alls? Með öllu sem því fylgir: steigurlæti smælingjans, stolti, þolgæði og þrjósku – og óhlýðni.Þjóð sem talast ekki við Það er þráður milli þeirrar persónu sem Sigurður Sigurjónsson leikur hér og þeirrar persónu sem hann lék sem ungur maður í Landi og sonum. Í þeirri mynd þurfti persóna hans að fella hestinn til þess að slíta á samband sitt við landið og komast burt: hér kemur hún sér ekki að því að farga skepnunum og getur ekki rofið tengsl sín við jörðina, kemst ekki burt. Við sjáum hann fyrst þar sem hann fer með hægð og dyttar að girðingunni – íslenskir bændur eru eilíflega að bjástra við girðingarnar hjá sér. Frásögnin er hægferðug en krókalaus og við þekkjum þennan mann. Snyrtimennsku hans, iðjusemi og vandvirkni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, ást hans á skepnunum og þeim arfi sem honum hefur verið trúað fyrir: allt þetta vekur virðingu hjá áhorfanda. Við sjáum það hvernig honum fellur varla verk úr hendi, áttum okkur á því að þetta er góði hirðirinn, grandvör persóna, sem er trúr yfir litlu. Biblían er hér allt um kring, enda talaði Kristur í dæmisögum sínum varla um annað en sauðfjárbúskap á Íslandi. Við könnumst hér við söguna af bræðrunum þar sem annar starfaði af trúmennsku við föðurleifðina en hinn fór í burtu og sóaði öllu og sukkaði en kom aftur við mikinn fögnuð; faðirinn slátraði sauði. Hér er annar bróðirinn dálítið af því tagi – óstöðugur drykkjubolti, en samt eru málin ekki alveg svo einföld, því að hann er líka sá sem sigrar í hrútakeppninni og hefur ráð undir rifi hverju þegar á reynir, þó að úrræði hans kunni reyndar að orka tvímælis. Við vitum ekki fyrir víst hvað hefur valdið því að þeir talast ekki lengur við bræðurnir, en úti um allt þekkjum við hins vegar slíkar sögur; af bræðrum í afskekktu nábýli sem hættir eru að talast við, og kannski erum við Íslendingar að einhverju leyti slík þjóð: systkini sem talast ekki lengur við. En það er sem sé – án þess að ljóstra upp of miklu um inntak þessarar æsispennandi myndar um riðuveikt sauðfé – í óhlýðninni sem bræðurnir ná saman; þegar þeir rísa gegn regluverkinu, sem birtist okkur í mynd danskrar konu. Svo má reyndar bollaleggja fram og aftur um það hversu viturleg sú óhlýðni er – en íslenski kotbóndinn getur samt ekki annað gert en að óhlýðnast. Hann getur hvorki brugðið búi né haldið hokrinu áfram. Hann getur hvorki lifað né drepist. Hann er ofurseldur ytri aðstæðum, hversu trúr hann er og vinnusamur, og hann á ekki annarra kosta völ en að grafa sig í fönn og híma þar og bíða eftir betri tíð. Í Hrútum er sögð stór saga – kannski stærsta saga Íslendinga á síðustu öld. Og henni er enn ekki lokið, eins og eftirminnilega er undirstrikað í áhrifamikilli lokasenu myndarinnar. Þetta er sagan um það hvernig Íslendingar breyttust úr mestu sveitaþjóð Evrópu í mestu borgarþjóð Evrópu; hvernig sambandið við landið og skepnurnar rofnaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eru að mörgu leyti enn dálítið ráðvillt þjóð með reikula sjálfsmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: „Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Æsispennandi mynd um riðuveiki í sauðfé? Já auðvitað. En einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að búa til slíka mynd. Ekki svo ýkja langt síðan einbúar í sveit voru einkum hafðir til aðhláturs og sýndir með samblandi af vorkunnsemi, vantrú og glotti. Nú er þetta hetja vorra tíma. Andlit þjóðarinnar.Hinn eilífi kotbóndi Þetta er á meðal þess sem Hrunið færði okkur, þrátt fyrir allt: úr því að lygasagan um okkur leiddi yfir þjóðina skuldir og skömm varðar nú öllu að finna á ný sögurnar sem fjalla um okkur eins og við erum og vorum. Finna eitthvað sem er satt og segja frá því. Sú leit stendur enn og fer fram í listum; meðal annars bókmenntunum og kvikmyndunum. Og nú er spurt: erum við Íslendingar þá ekkert víkingar inn við beinið heldur kannski fyrst og fremst kotbændur í grunninn þegar allt kemur til alls? Með öllu sem því fylgir: steigurlæti smælingjans, stolti, þolgæði og þrjósku – og óhlýðni.Þjóð sem talast ekki við Það er þráður milli þeirrar persónu sem Sigurður Sigurjónsson leikur hér og þeirrar persónu sem hann lék sem ungur maður í Landi og sonum. Í þeirri mynd þurfti persóna hans að fella hestinn til þess að slíta á samband sitt við landið og komast burt: hér kemur hún sér ekki að því að farga skepnunum og getur ekki rofið tengsl sín við jörðina, kemst ekki burt. Við sjáum hann fyrst þar sem hann fer með hægð og dyttar að girðingunni – íslenskir bændur eru eilíflega að bjástra við girðingarnar hjá sér. Frásögnin er hægferðug en krókalaus og við þekkjum þennan mann. Snyrtimennsku hans, iðjusemi og vandvirkni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, ást hans á skepnunum og þeim arfi sem honum hefur verið trúað fyrir: allt þetta vekur virðingu hjá áhorfanda. Við sjáum það hvernig honum fellur varla verk úr hendi, áttum okkur á því að þetta er góði hirðirinn, grandvör persóna, sem er trúr yfir litlu. Biblían er hér allt um kring, enda talaði Kristur í dæmisögum sínum varla um annað en sauðfjárbúskap á Íslandi. Við könnumst hér við söguna af bræðrunum þar sem annar starfaði af trúmennsku við föðurleifðina en hinn fór í burtu og sóaði öllu og sukkaði en kom aftur við mikinn fögnuð; faðirinn slátraði sauði. Hér er annar bróðirinn dálítið af því tagi – óstöðugur drykkjubolti, en samt eru málin ekki alveg svo einföld, því að hann er líka sá sem sigrar í hrútakeppninni og hefur ráð undir rifi hverju þegar á reynir, þó að úrræði hans kunni reyndar að orka tvímælis. Við vitum ekki fyrir víst hvað hefur valdið því að þeir talast ekki lengur við bræðurnir, en úti um allt þekkjum við hins vegar slíkar sögur; af bræðrum í afskekktu nábýli sem hættir eru að talast við, og kannski erum við Íslendingar að einhverju leyti slík þjóð: systkini sem talast ekki lengur við. En það er sem sé – án þess að ljóstra upp of miklu um inntak þessarar æsispennandi myndar um riðuveikt sauðfé – í óhlýðninni sem bræðurnir ná saman; þegar þeir rísa gegn regluverkinu, sem birtist okkur í mynd danskrar konu. Svo má reyndar bollaleggja fram og aftur um það hversu viturleg sú óhlýðni er – en íslenski kotbóndinn getur samt ekki annað gert en að óhlýðnast. Hann getur hvorki brugðið búi né haldið hokrinu áfram. Hann getur hvorki lifað né drepist. Hann er ofurseldur ytri aðstæðum, hversu trúr hann er og vinnusamur, og hann á ekki annarra kosta völ en að grafa sig í fönn og híma þar og bíða eftir betri tíð. Í Hrútum er sögð stór saga – kannski stærsta saga Íslendinga á síðustu öld. Og henni er enn ekki lokið, eins og eftirminnilega er undirstrikað í áhrifamikilli lokasenu myndarinnar. Þetta er sagan um það hvernig Íslendingar breyttust úr mestu sveitaþjóð Evrópu í mestu borgarþjóð Evrópu; hvernig sambandið við landið og skepnurnar rofnaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eru að mörgu leyti enn dálítið ráðvillt þjóð með reikula sjálfsmynd.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun