Aftaka á miðju torgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Ég renndi ekki grun í hvaða undur áttu eftir að eiga sér stað þennan sólbjarta sunnudag þegar ég keypti mér dagblaðið El País í söluturni einum. Fór ég því léttur í lund og settist undir svokölluðu jacaranda-tré við kaffihús eitt og pantaði mér kaffi sóló. Þegar ég er að lesa um spillinguna skellur slumma á myndina af Rajoy forsætisráðherra. Leit ég upp og sá fjaðraðan sökudólginn. Fannst mér þetta vel til fundið hjá honum en ég færði ég mig þó aðeins um set því þessi skrítla yrði kannski ekki jafn skemmtileg næst. En hvað haldið þið? Þegar ég er kominn á menningarsíðurnar skellur aftur í blaðinu og deginum ljósara að ófögnuðurinn kom aftur úr skuti þessa fugls sem byrsti nú brjóst, greinilega til alls líklegur. Ég sýndi honum hnefann og bölvaði á okkar ylhýra. Ekki gat ég þó fært mig aftur því borðin við kaffihúsið voru öll setin. Ég var því í hættu staddur. Augnabliki síðar heyri ég dynk mikinn við trjáræturnar og þótti mér sá vængjaði þá heldur stórtækur. En þegar ég ætla að líta ósköpin blasir fuglinn sjálfur við mér á jörðinni í dauðakippum. Þá rifjast upp fyrir mér atvikið þegar við strákarnir á Bíldudal fundum vængbrotinn máv og fórum með hann til smiðs sem við kölluðum aldrei annað en Graeme Souness enda nauðlíkur samnefndum harðjaxli Liverpool. Smiðurinn benti á Byltuna og sagði, „sjáið þið.“ Þegar við litum svo aftur til smiðsins var mávurinn orðinn minning ein. Nú fannst mér ég þurfa að taka Graeme Souness á þetta til að binda enda á þjáningar fuglsins. Ég tek hann því upp, flóttalegur eins og þjófur að nóttu, og er að fara að snúa upp á hann en þá heyri ég lítinn dreng segja: „Mamma, hvað er hann að gera við fuglinn?“ Ég horfði á fuglinn og spurði, hvorn okkar er verið að taka af lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Ég renndi ekki grun í hvaða undur áttu eftir að eiga sér stað þennan sólbjarta sunnudag þegar ég keypti mér dagblaðið El País í söluturni einum. Fór ég því léttur í lund og settist undir svokölluðu jacaranda-tré við kaffihús eitt og pantaði mér kaffi sóló. Þegar ég er að lesa um spillinguna skellur slumma á myndina af Rajoy forsætisráðherra. Leit ég upp og sá fjaðraðan sökudólginn. Fannst mér þetta vel til fundið hjá honum en ég færði ég mig þó aðeins um set því þessi skrítla yrði kannski ekki jafn skemmtileg næst. En hvað haldið þið? Þegar ég er kominn á menningarsíðurnar skellur aftur í blaðinu og deginum ljósara að ófögnuðurinn kom aftur úr skuti þessa fugls sem byrsti nú brjóst, greinilega til alls líklegur. Ég sýndi honum hnefann og bölvaði á okkar ylhýra. Ekki gat ég þó fært mig aftur því borðin við kaffihúsið voru öll setin. Ég var því í hættu staddur. Augnabliki síðar heyri ég dynk mikinn við trjáræturnar og þótti mér sá vængjaði þá heldur stórtækur. En þegar ég ætla að líta ósköpin blasir fuglinn sjálfur við mér á jörðinni í dauðakippum. Þá rifjast upp fyrir mér atvikið þegar við strákarnir á Bíldudal fundum vængbrotinn máv og fórum með hann til smiðs sem við kölluðum aldrei annað en Graeme Souness enda nauðlíkur samnefndum harðjaxli Liverpool. Smiðurinn benti á Byltuna og sagði, „sjáið þið.“ Þegar við litum svo aftur til smiðsins var mávurinn orðinn minning ein. Nú fannst mér ég þurfa að taka Graeme Souness á þetta til að binda enda á þjáningar fuglsins. Ég tek hann því upp, flóttalegur eins og þjófur að nóttu, og er að fara að snúa upp á hann en þá heyri ég lítinn dreng segja: „Mamma, hvað er hann að gera við fuglinn?“ Ég horfði á fuglinn og spurði, hvorn okkar er verið að taka af lífi?
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun