Átakastjórnmál og þjóðarhagsmunir Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. júní 2015 07:00 „Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
„Þessa ríkisstjórn er ekki hægt að styðja í þessu máli frekar en nokkru öðru,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, þegar greidd voru atkvæði um að færa erlendar eigur þrotabúa gömlu bankanna undir gjaldeyrishöftin í mars 2012. Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar. Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli. Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012? Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá. Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun