Að kíkja undir húddið Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júlí 2015 09:45 Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira