Hlekkir nýlenduhugsunarháttar Skjóðan skrifar 8. júlí 2015 12:00 Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira