RÚV tapar tilgangi sínum Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júlí 2015 07:00 Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira