Ábyrgð skilar árangri Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar