Stöðugleikaskilyrði eða skattur Einar Hugi Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stærsti hluti aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta tekur til slitabúa föllnu bankanna en heildarumfangið í þeim þætti málsins einum er um 900 milljarðar króna. Í kynningu á áætluninni vakti sérstaka athygli að fram kom að stærstu kröfuhafar slitabúanna hafi þegar lýst því yfir að þeir vilji ganga að svonefndum stöðugleikaskilyrðum. Þetta eru stórtíðindi og mikið fagnaðarefni að nú hilli loks undir lok fjármagnshaftanna.Trúverðug aðgerðaáætlun Að mínu mati er ein meginástæða þess að málin þróuðust með þessum jákvæða hætti sú hversu skýr, gagnsæ og ófrávíkjanleg áætlun stjórnvalda varðandi slitabúin er í raun. Kröfuhafar gerðu sér grein fyrir að öll framvinda málsins var á forræði stjórnvalda sem settu fram tvo skýra valkosti; ófrávíkjanleg stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskatt – gulrót eða kylfu eins og einhverjir hafa kosið að nefna þessa kosti. Klókindin felast svo í fyrirsjáanleikanum varðandi framhald málsins. Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðugleikaskilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskattur á heildareignir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefinn. Trúverðug áætlun sem er þessum kostum búin var forsenda þess að mögulegt væri að leysa vanda slitabúanna með skilvirkum hætti.Vandað frumvarp til laga um stöðugleikaskatt Eftir að hafa kynnt mér frumvarp til laga um stöðugleikaskatt kemur ekki á óvart að stór hluti kröfuhafa hafi lýst yfir vilja sínum til að semja við stjórnvöld. Mjög hefur verið vandað til verka við smíði frumvarpsins og hugað hefur verið að þeim grundvallaratriðum að skatturinn sé lagður á eftir almennum efnislegum mælikvarða, jafnræðis sé gætt og skattþegnum sé ekki mismunað. Fleiri atriði skipta máli við mat á stjórnskipulegu gildi skattlagningar. Þannig varðar miklu hvert sé markmið viðkomandi lagasetningar, hvers eðlis skattur er og við hvaða aðstæður lög eru sett. Það eru einmitt þessi atriði sem eru helstu styrkleikar frumvarpsins um stöðugleikaskatt. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er markmið þess að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Tilgangur skattsins er þannig ekki sá að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir útgjöldum heldur að draga umtalsvert úr áhættunni sem felst í slitum búanna og treysta þannig efnahagslegan stöðugleika.Fordæmalausar aðstæður Ef til þess kemur að stöðugleikaskattur verður lagður á og deilt verður um stjórnskipulegt gildi hans fyrir dómi er ég þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013, þar sem deilt var um álagningu svokallaðs auðlegðarskatts, sé mikilvægt fordæmi sem vafalaust verður horft til við matið. Í dóminum nefnir Hæstiréttur sérstaklega, til stuðnings niðurstöðu um lögmæti auðlegðarskattsins, að hann hafi fyrst verið leiddur í lög í lok árs 2009 en á þeim tíma hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkisfjármálum“. Þau sjónarmið og röksemdir sem Hæstiréttur reifar í Auðlegðarskatts-málinu eiga ekki síður við varðandi álagningu stöðugleikaskatts þar sem um er að tefla fordæmalausan vanda þar sem í húfi er efnahagsleg velferð þjóðarinnar. Það voru hin föllnu fjármálafyrirtæki sem að verulegu leyti sköpuðu þann „einstæða vanda“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sá vandi snertir greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er ástæða þess að hér hafa verið fjármagnshöft frá árinu 2008. Á sama tíma hafa slitabúin fengið rými, í skjóli haftanna og með umfangsmiklum undanþágum, til að hámarka endurheimtur eigna sinna. Þegar svo háttar til er ekki óeðlilegt að slitabúin, þar sem núverandi kröfuhafar keyptu flestir kröfurnar á hrakvirði, greiði skatt til að mæta greiðslujafnaðarvandanum. Með því móti er efnahagslegur stöðugleiki varðveittur.Ólíklegt að stöðugleikaskattur verði lagður á eignir slitabúa Þó að sennilegast sé að stöðugleikaskattur verði ekki lagður á slitabúin er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fram undan er langt ferli sem ekki sér fyrir endann á. Þannig liggur t.a.m. fyrir að aðeins hluti af kröfuhöfum slitabúanna standa að baki yfirlýsingunum en ekki slitastjórnirnar sjálfar og enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir kröfuhafafundi til samþykktar eða synjunar. Þó að ég sé vissulega þeirrar skoðunar að heppilegt sé að fara nauðasamningsleiðina þá er ástæðulaust að óttast ef mál þróast á annan veg. Mun þá koma til álagningar stöðugleikaskattsins sem skila mun ríkissjóði 850 milljarða króna tekjum og þannig nást markmið skattlagningarinnar um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Í framhaldinu munu slitabúin vafalaust láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómi. Ef til þess kemur kvíði ég ekki niðurstöðunni. Þó að stöðugleikaskatturinn sé vissulega óvenjulegur skattur er engin krafa um það gerð að skattlagning þurfi að vera hefðbundin ef hún uppfyllir að öðru leyti þau grundvallaratriði sem nefnd voru hér að framan um jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur játað löggjafanum verulegt svigrúm til álagningar skatta og raunar svo víðtækt að aðeins í tvö skipti á öllum lýðveldistímanum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning hafi gengið gegn stjórnarskrá. Að mínum dómi hvílir álagning stöðugleikaskattsins á traustum lagagrunni og ekki er efni til annars en að stöðugleikaskatturinn verði metinn stjórnskipulega gildur ef á hann yrði látið reyna fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stærsti hluti aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta tekur til slitabúa föllnu bankanna en heildarumfangið í þeim þætti málsins einum er um 900 milljarðar króna. Í kynningu á áætluninni vakti sérstaka athygli að fram kom að stærstu kröfuhafar slitabúanna hafi þegar lýst því yfir að þeir vilji ganga að svonefndum stöðugleikaskilyrðum. Þetta eru stórtíðindi og mikið fagnaðarefni að nú hilli loks undir lok fjármagnshaftanna.Trúverðug aðgerðaáætlun Að mínu mati er ein meginástæða þess að málin þróuðust með þessum jákvæða hætti sú hversu skýr, gagnsæ og ófrávíkjanleg áætlun stjórnvalda varðandi slitabúin er í raun. Kröfuhafar gerðu sér grein fyrir að öll framvinda málsins var á forræði stjórnvalda sem settu fram tvo skýra valkosti; ófrávíkjanleg stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskatt – gulrót eða kylfu eins og einhverjir hafa kosið að nefna þessa kosti. Klókindin felast svo í fyrirsjáanleikanum varðandi framhald málsins. Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðugleikaskilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskattur á heildareignir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefinn. Trúverðug áætlun sem er þessum kostum búin var forsenda þess að mögulegt væri að leysa vanda slitabúanna með skilvirkum hætti.Vandað frumvarp til laga um stöðugleikaskatt Eftir að hafa kynnt mér frumvarp til laga um stöðugleikaskatt kemur ekki á óvart að stór hluti kröfuhafa hafi lýst yfir vilja sínum til að semja við stjórnvöld. Mjög hefur verið vandað til verka við smíði frumvarpsins og hugað hefur verið að þeim grundvallaratriðum að skatturinn sé lagður á eftir almennum efnislegum mælikvarða, jafnræðis sé gætt og skattþegnum sé ekki mismunað. Fleiri atriði skipta máli við mat á stjórnskipulegu gildi skattlagningar. Þannig varðar miklu hvert sé markmið viðkomandi lagasetningar, hvers eðlis skattur er og við hvaða aðstæður lög eru sett. Það eru einmitt þessi atriði sem eru helstu styrkleikar frumvarpsins um stöðugleikaskatt. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er markmið þess að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Tilgangur skattsins er þannig ekki sá að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir útgjöldum heldur að draga umtalsvert úr áhættunni sem felst í slitum búanna og treysta þannig efnahagslegan stöðugleika.Fordæmalausar aðstæður Ef til þess kemur að stöðugleikaskattur verður lagður á og deilt verður um stjórnskipulegt gildi hans fyrir dómi er ég þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013, þar sem deilt var um álagningu svokallaðs auðlegðarskatts, sé mikilvægt fordæmi sem vafalaust verður horft til við matið. Í dóminum nefnir Hæstiréttur sérstaklega, til stuðnings niðurstöðu um lögmæti auðlegðarskattsins, að hann hafi fyrst verið leiddur í lög í lok árs 2009 en á þeim tíma hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkisfjármálum“. Þau sjónarmið og röksemdir sem Hæstiréttur reifar í Auðlegðarskatts-málinu eiga ekki síður við varðandi álagningu stöðugleikaskatts þar sem um er að tefla fordæmalausan vanda þar sem í húfi er efnahagsleg velferð þjóðarinnar. Það voru hin föllnu fjármálafyrirtæki sem að verulegu leyti sköpuðu þann „einstæða vanda“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sá vandi snertir greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er ástæða þess að hér hafa verið fjármagnshöft frá árinu 2008. Á sama tíma hafa slitabúin fengið rými, í skjóli haftanna og með umfangsmiklum undanþágum, til að hámarka endurheimtur eigna sinna. Þegar svo háttar til er ekki óeðlilegt að slitabúin, þar sem núverandi kröfuhafar keyptu flestir kröfurnar á hrakvirði, greiði skatt til að mæta greiðslujafnaðarvandanum. Með því móti er efnahagslegur stöðugleiki varðveittur.Ólíklegt að stöðugleikaskattur verði lagður á eignir slitabúa Þó að sennilegast sé að stöðugleikaskattur verði ekki lagður á slitabúin er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fram undan er langt ferli sem ekki sér fyrir endann á. Þannig liggur t.a.m. fyrir að aðeins hluti af kröfuhöfum slitabúanna standa að baki yfirlýsingunum en ekki slitastjórnirnar sjálfar og enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir kröfuhafafundi til samþykktar eða synjunar. Þó að ég sé vissulega þeirrar skoðunar að heppilegt sé að fara nauðasamningsleiðina þá er ástæðulaust að óttast ef mál þróast á annan veg. Mun þá koma til álagningar stöðugleikaskattsins sem skila mun ríkissjóði 850 milljarða króna tekjum og þannig nást markmið skattlagningarinnar um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Í framhaldinu munu slitabúin vafalaust láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómi. Ef til þess kemur kvíði ég ekki niðurstöðunni. Þó að stöðugleikaskatturinn sé vissulega óvenjulegur skattur er engin krafa um það gerð að skattlagning þurfi að vera hefðbundin ef hún uppfyllir að öðru leyti þau grundvallaratriði sem nefnd voru hér að framan um jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur játað löggjafanum verulegt svigrúm til álagningar skatta og raunar svo víðtækt að aðeins í tvö skipti á öllum lýðveldistímanum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning hafi gengið gegn stjórnarskrá. Að mínum dómi hvílir álagning stöðugleikaskattsins á traustum lagagrunni og ekki er efni til annars en að stöðugleikaskatturinn verði metinn stjórnskipulega gildur ef á hann yrði látið reyna fyrir dómi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun