Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun