Er þetta ekki Grikkjum að kenna? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2015 07:00 Í þessari grein langar mig fjalla um algengt viðkvæði: Vandi Grikkja er bara þeim sjálfum að kenna. Ég er ósammála því. Ekki misskilja mig: Grikkir hafa vissulega farið offari og tekið lán umfram getu til að greiða til baka. Grísk stjórnmál hafa um áratugi verið gerspillt. Framgangur ríkisstarfsmanna í starfi hefur nær alfarið ráðist af flokkstengslum. Skattkerfið er lélegt og skattheimta handahófskennd. Vildarvinir stjórnarflokks á hverjum tíma hafa ekki verið rukkaðir og erfitt hefur verið að leggja á skatta án þess að þeir legðust bara á almenna launamenn, en ekki forréttindahópa. Þetta hefur skaðað mjög möguleika Grikkja til að auka ríkistekjur undanfarin ár og aukið á samfélagslega upplausn. Það er ómögulegt þegar álögur leggjast alltaf á sama hópinn og hefðarkettirnir eru stikkfrí. Í Grikklandi hafa líka viðgengist víðtækar hömlur á atvinnufrelsi, sem ekki standast leikreglur hins sameiginlega evrópska markaðar. Ísland gæti ekki sem aðili að EES haft kvótakerfi á leyfum til að keyra vörubíla svo dæmi sé tekið, en slíkt hefur til þessa dags viðgengist í Grikklandi. Meðal þess sem grísk stjórnvöld hafa marglofað skuldunautum sínum, en ekki efnt, er að afnema hömlur af þessum toga.Eins og Ísland 1975 Mér er það minnisstætt hversu hissa starfsmenn AGS voru á skilvirkni skattkerfisins á Íslandi á árunum 2008-2011: Ef við sögðumst ætla að hækka einhvern skatt þá skilaði hann sér nákvæmlega eins og við reiknuðum með. En það er ekki áskapað Íslendingum að búa við réttlátt skattkerfi. Það er afleiðing réttra pólitískra ákvarðana fyrir tiltölulega stuttu síðan. Með nokkurri einföldun má nefnilega segja að skattkerfi Grikkja svipi til þess sem var á Íslandi árið 1975: Ef menn voru í réttum flokki fengu þeir að borga skatta á vaxtalausum víxlum í 60% verðbólgu og fyrirtæki sem skulduðu vörsluskatta fengu óáreitt að stunda rekstur áfram, ef þau nutu skjóls hjá yfirvöldum. Skattkerfisbreytingar á Íslandi urðu á endanum fyrir harðfylgi stjórnmálamanna sem skynjuðu kall tímans. Fyrirmyndir voru sóttar erlendis frá. Flestar réttarbætur á sviði mannréttindamála hér á landi hafa orðið vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu. Og með aðildinni að EES-samningnum var endi bundinn á lögverndaða einokun eða fákeppni fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í flestum þeim atvinnugreinum sem sá samningur tók til. Og í þeim atvinnugreinum sem EES-samningurinn tekur ekki til, er enn við lýði fákeppni rétt tengdra afla. Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu forréttindahópa og vildarvinum hlíft við samkeppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Fordæmi Íslands sýnir betur en flest annað að alþjóðlegt samstarf er besta leiðin til að vinna á slíku.Skuld að gjalda? Allir vita að Grikkir tóku lán umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfði og fóru á svig við reglur evrusamstarfsins um skuldsetningarhlutfall ríkja. Þeir nutu þess að bankar lánuðu öllum evruríkjum á lítið hærri kjörum en Þýskaland naut. En allir vissu eða máttu vita að grískt efnahagslíf var ekki jafn sterkt og það þýska og geta til endurgreiðslu ekki sambærileg. Lánveitingarnar réttlættu bankarnir á þeirri væntingu að ríkissjóðir annarra evruríkja myndu hlaupa undir bagga með Grikkjum ef harðnaði á dalnum, þótt hvergi væri í evrusamstarfinu að finna fyrirheit um slíkt. Hægt væri með öðrum orðum að hengja byrðina um háls skattborgara í öðrum ríkjum, ef Grikki þryti afl til endurgreiðslu. Stærsti hluti vandans er ekki skuldsetning Grikkja heldur siðlausar lánveitingar banka, sem reikna með því að forgangur fjármagns yfir fólki verði ávallt tryggður. Það var enginn sem píndi evrópska banka til að lána Grikkjum gríðarfé á áþekkum kjörum og Þjóðverjum buðust. Af hverju finnst okkur alltaf að bankar eigi að fá allt sem þeir lána til baka og að öllu sé fórnandi til að það takist? Um það mun ég fjalla í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein langar mig fjalla um algengt viðkvæði: Vandi Grikkja er bara þeim sjálfum að kenna. Ég er ósammála því. Ekki misskilja mig: Grikkir hafa vissulega farið offari og tekið lán umfram getu til að greiða til baka. Grísk stjórnmál hafa um áratugi verið gerspillt. Framgangur ríkisstarfsmanna í starfi hefur nær alfarið ráðist af flokkstengslum. Skattkerfið er lélegt og skattheimta handahófskennd. Vildarvinir stjórnarflokks á hverjum tíma hafa ekki verið rukkaðir og erfitt hefur verið að leggja á skatta án þess að þeir legðust bara á almenna launamenn, en ekki forréttindahópa. Þetta hefur skaðað mjög möguleika Grikkja til að auka ríkistekjur undanfarin ár og aukið á samfélagslega upplausn. Það er ómögulegt þegar álögur leggjast alltaf á sama hópinn og hefðarkettirnir eru stikkfrí. Í Grikklandi hafa líka viðgengist víðtækar hömlur á atvinnufrelsi, sem ekki standast leikreglur hins sameiginlega evrópska markaðar. Ísland gæti ekki sem aðili að EES haft kvótakerfi á leyfum til að keyra vörubíla svo dæmi sé tekið, en slíkt hefur til þessa dags viðgengist í Grikklandi. Meðal þess sem grísk stjórnvöld hafa marglofað skuldunautum sínum, en ekki efnt, er að afnema hömlur af þessum toga.Eins og Ísland 1975 Mér er það minnisstætt hversu hissa starfsmenn AGS voru á skilvirkni skattkerfisins á Íslandi á árunum 2008-2011: Ef við sögðumst ætla að hækka einhvern skatt þá skilaði hann sér nákvæmlega eins og við reiknuðum með. En það er ekki áskapað Íslendingum að búa við réttlátt skattkerfi. Það er afleiðing réttra pólitískra ákvarðana fyrir tiltölulega stuttu síðan. Með nokkurri einföldun má nefnilega segja að skattkerfi Grikkja svipi til þess sem var á Íslandi árið 1975: Ef menn voru í réttum flokki fengu þeir að borga skatta á vaxtalausum víxlum í 60% verðbólgu og fyrirtæki sem skulduðu vörsluskatta fengu óáreitt að stunda rekstur áfram, ef þau nutu skjóls hjá yfirvöldum. Skattkerfisbreytingar á Íslandi urðu á endanum fyrir harðfylgi stjórnmálamanna sem skynjuðu kall tímans. Fyrirmyndir voru sóttar erlendis frá. Flestar réttarbætur á sviði mannréttindamála hér á landi hafa orðið vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu. Og með aðildinni að EES-samningnum var endi bundinn á lögverndaða einokun eða fákeppni fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í flestum þeim atvinnugreinum sem sá samningur tók til. Og í þeim atvinnugreinum sem EES-samningurinn tekur ekki til, er enn við lýði fákeppni rétt tengdra afla. Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu forréttindahópa og vildarvinum hlíft við samkeppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Fordæmi Íslands sýnir betur en flest annað að alþjóðlegt samstarf er besta leiðin til að vinna á slíku.Skuld að gjalda? Allir vita að Grikkir tóku lán umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfði og fóru á svig við reglur evrusamstarfsins um skuldsetningarhlutfall ríkja. Þeir nutu þess að bankar lánuðu öllum evruríkjum á lítið hærri kjörum en Þýskaland naut. En allir vissu eða máttu vita að grískt efnahagslíf var ekki jafn sterkt og það þýska og geta til endurgreiðslu ekki sambærileg. Lánveitingarnar réttlættu bankarnir á þeirri væntingu að ríkissjóðir annarra evruríkja myndu hlaupa undir bagga með Grikkjum ef harðnaði á dalnum, þótt hvergi væri í evrusamstarfinu að finna fyrirheit um slíkt. Hægt væri með öðrum orðum að hengja byrðina um háls skattborgara í öðrum ríkjum, ef Grikki þryti afl til endurgreiðslu. Stærsti hluti vandans er ekki skuldsetning Grikkja heldur siðlausar lánveitingar banka, sem reikna með því að forgangur fjármagns yfir fólki verði ávallt tryggður. Það var enginn sem píndi evrópska banka til að lána Grikkjum gríðarfé á áþekkum kjörum og Þjóðverjum buðust. Af hverju finnst okkur alltaf að bankar eigi að fá allt sem þeir lána til baka og að öllu sé fórnandi til að það takist? Um það mun ég fjalla í næstu grein.
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun