Blikur á lofti í Kína Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júlí 2015 12:00 Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með skjálfta á fjármálamörkuðum í Kína. Á mánudag féll hlutabréfavísitalan í Shanghai um 8 prósent sem og flestar aðrar kínverskar vísitölur, í annað skipti á einum mánuði. Síðast féll virði bréfanna 3 trilljónir bandaríkjadala (já, þrjár trilljónir) á einum degi. Margirhafa spáð því að efnahagshamfarir væru tryggar í Kína. Einkennin eru mörgum sem fylgdust með viðskiptum á árunum fyrir 2008 kunnugleg: gríðarleg skuldsetning fólks og fyrirtækja, ótrúlegar hækkanir á fasteignamarkaði, mikið lánsfé til fjárfestinga á lausu o.s.frv. Hagvöxtur hefur verið um og yfir 10% árum saman. Aðrir hafa komið kínversku efnahagslífi til varnar. Segja æ fleiri hafi unnið sig úr fátækt til bjargálna millistéttar, hagvöxturinn sé sjálfbær og haldi áfram. Það sé nú af einum og hálfum milljarði að taka. Lunginn af því fólki berjist enn fyrir bættum lífskjörum. Kína hefur árum saman verið framleiðsluland og séð Evrópu og Bandaríkjunum fyrir varningi á áður óþekktu verði. Það er ekki lengur svo að „made in China“ teljist skammaryrði, heldur hefur orðið til gríðarleg framleiðsluþekking í landinu. Vestræn fyrirtæki hafa því verið reiðubúin að sjá í gegnum fingur sér með mannréttindabrot, til að fá gæðavöru á góðu verði. Slíkt á auðvitað ekki að líðast og nauðsynlegt að neytendur taki afstöðu gegn fyrirtækjum sem verða uppvís að slíku. Kínverjar sjálfir vita þetta og hafa gert átak í réttindamálum verkamanna. En betur má ef duga skal. Það er öfugsnúið, en átakið veldur því að blikur eru á lofti í kínversku efnahagslífi. Meðallaun og aðstæður verkamanna hafa batnað, svo framleiðsluverð hækkar. Kínverskar verksmiðjur taka greiðslu í bandaríkjadölum. Sterk staða dalsins veldur svo frekari verðhækkunum gagnvart þeim sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Það hefur dregið saman með framleiðsluverði í Kína og annars staðar. Með því að framleiða nær heimahögum geta fyrirtæki sparað flutningskostnað og stytt afhendingartíma með tilheyrandi hagræði fyrir fjárstreymið. Framleiðslufyrirtæki snúa því í auknum mæli baki við Kína. Enn að hlutabréfamarkaðnum. Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana, m.a. bannað sölu á tilteknum bréfum og bannað tilteknum aðilum að selja. Viðbrögð sem ekki myndu líðast í þroskuðu lýðræðisríki. Þú breytir ekki reglunum í miðjum leik. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að stíga varlega til jarðar og halda sig að mestu til hlés. Fjárfestar vilja ekki taka þátt á markaði þar sem stjórnvöld hafa alltaf úrslitaáhrif.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með skjálfta á fjármálamörkuðum í Kína. Á mánudag féll hlutabréfavísitalan í Shanghai um 8 prósent sem og flestar aðrar kínverskar vísitölur, í annað skipti á einum mánuði. Síðast féll virði bréfanna 3 trilljónir bandaríkjadala (já, þrjár trilljónir) á einum degi. Margirhafa spáð því að efnahagshamfarir væru tryggar í Kína. Einkennin eru mörgum sem fylgdust með viðskiptum á árunum fyrir 2008 kunnugleg: gríðarleg skuldsetning fólks og fyrirtækja, ótrúlegar hækkanir á fasteignamarkaði, mikið lánsfé til fjárfestinga á lausu o.s.frv. Hagvöxtur hefur verið um og yfir 10% árum saman. Aðrir hafa komið kínversku efnahagslífi til varnar. Segja æ fleiri hafi unnið sig úr fátækt til bjargálna millistéttar, hagvöxturinn sé sjálfbær og haldi áfram. Það sé nú af einum og hálfum milljarði að taka. Lunginn af því fólki berjist enn fyrir bættum lífskjörum. Kína hefur árum saman verið framleiðsluland og séð Evrópu og Bandaríkjunum fyrir varningi á áður óþekktu verði. Það er ekki lengur svo að „made in China“ teljist skammaryrði, heldur hefur orðið til gríðarleg framleiðsluþekking í landinu. Vestræn fyrirtæki hafa því verið reiðubúin að sjá í gegnum fingur sér með mannréttindabrot, til að fá gæðavöru á góðu verði. Slíkt á auðvitað ekki að líðast og nauðsynlegt að neytendur taki afstöðu gegn fyrirtækjum sem verða uppvís að slíku. Kínverjar sjálfir vita þetta og hafa gert átak í réttindamálum verkamanna. En betur má ef duga skal. Það er öfugsnúið, en átakið veldur því að blikur eru á lofti í kínversku efnahagslífi. Meðallaun og aðstæður verkamanna hafa batnað, svo framleiðsluverð hækkar. Kínverskar verksmiðjur taka greiðslu í bandaríkjadölum. Sterk staða dalsins veldur svo frekari verðhækkunum gagnvart þeim sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Það hefur dregið saman með framleiðsluverði í Kína og annars staðar. Með því að framleiða nær heimahögum geta fyrirtæki sparað flutningskostnað og stytt afhendingartíma með tilheyrandi hagræði fyrir fjárstreymið. Framleiðslufyrirtæki snúa því í auknum mæli baki við Kína. Enn að hlutabréfamarkaðnum. Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana, m.a. bannað sölu á tilteknum bréfum og bannað tilteknum aðilum að selja. Viðbrögð sem ekki myndu líðast í þroskuðu lýðræðisríki. Þú breytir ekki reglunum í miðjum leik. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að stíga varlega til jarðar og halda sig að mestu til hlés. Fjárfestar vilja ekki taka þátt á markaði þar sem stjórnvöld hafa alltaf úrslitaáhrif.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent