Lyfin lækna hitt og þetta Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. ágúst 2015 08:00 Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst. Ég veiddi símann upp úr jakkavasanum og „hringdi í vin“. Ef ég væri upptekinn í símanum kæmist ég upp með að kinka bara kolli til mannsins en þyrfti ekki að segja hæ. Vinurinn sem ég hringdi í var í vinnunni og svaraði strax. Hann hvíslaði: „Ég hringi í þig eftir fimm mínútur – bæ,“ lagði á og afvopnaði mig algjörlega. Það fór sem fór og ég mætti manninum á miðri gangbrautinni. Við umluðum „blessaður“ og hægðum ekki einu sinni á okkur. Auðvitað ekki, við vorum á miðri gangbraut. En stóra spurningin var auðvitað: „Hvað í fjáranum er eiginlega að mér?“ Ég hafði áður lagt lykkju á leið mína til þess að mæta ekki einhverjum á götu. Fólki sem mér líkar vel við. En þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og veröldin myndi hrynja ef ég þyrfti að segja hæ við aðra manneskju. Skrilljón sálfræðitímum síðar er ég loksins komin á lyf við kvíða. Ef þér hefur einhvern tímann liðið eins þá mæli ég með að þú prófir það líka. Ég geng lyfjaður um göturnar með hasshausalegt glott á vör og kippi mér ekki upp við það þó fólk heilsi mér og jafnvel faðmi. Aukaverkanirnar eru margar og furðulegar en í höfðinu líður mér eins og ég held að „eðlilegu“ fólki líði. Dagarnir eru auðvitað misjafnir en ég hef ekki enn þurft að hringja aftur í vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst. Ég veiddi símann upp úr jakkavasanum og „hringdi í vin“. Ef ég væri upptekinn í símanum kæmist ég upp með að kinka bara kolli til mannsins en þyrfti ekki að segja hæ. Vinurinn sem ég hringdi í var í vinnunni og svaraði strax. Hann hvíslaði: „Ég hringi í þig eftir fimm mínútur – bæ,“ lagði á og afvopnaði mig algjörlega. Það fór sem fór og ég mætti manninum á miðri gangbrautinni. Við umluðum „blessaður“ og hægðum ekki einu sinni á okkur. Auðvitað ekki, við vorum á miðri gangbraut. En stóra spurningin var auðvitað: „Hvað í fjáranum er eiginlega að mér?“ Ég hafði áður lagt lykkju á leið mína til þess að mæta ekki einhverjum á götu. Fólki sem mér líkar vel við. En þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og veröldin myndi hrynja ef ég þyrfti að segja hæ við aðra manneskju. Skrilljón sálfræðitímum síðar er ég loksins komin á lyf við kvíða. Ef þér hefur einhvern tímann liðið eins þá mæli ég með að þú prófir það líka. Ég geng lyfjaður um göturnar með hasshausalegt glott á vör og kippi mér ekki upp við það þó fólk heilsi mér og jafnvel faðmi. Aukaverkanirnar eru margar og furðulegar en í höfðinu líður mér eins og ég held að „eðlilegu“ fólki líði. Dagarnir eru auðvitað misjafnir en ég hef ekki enn þurft að hringja aftur í vin.