Stefnubreyting við sameiningu stofnana Alma Lísa Jóhannsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun