Þetta er engin sólbaðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2015 08:00 Stjörnustelpur fagna. vísir/andri Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira