Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónir 6. janúar 2016 08:00 Friðjón telur líklegast að úrslit kosninganna ráðist í sjónvarpi og útvarpi sem hann kallar tilfinningamiðla. Á myndinni má sjá Herdísi Þorgeirsdóttur, Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson taka þátt í kappræðum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira