Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 12:40 Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur sent frá sér fyrstu sjónvarpsauglýsinguna fyrir framboð sitt. Auðkýfingurinn hyggst verja tveimur milljónum dala, sem gera um 260 milljónir íslenskra króna, vikulega í birtingu sjónvarpsauglýsinga. Auglýsingin fer fyrst í sýningu í Iowa og New Hampshire á morgun en þar ganga kjósendur fyrst að kjörborðinu. Auglýsinga má sjá hér að ofan. „Stjórnmálamenn get haldið því fram að þetta sé eitthvað annað, en Donald Trump kallar þetta róttæk íslömsk hryðjuverk,“ segir rödd í myndbandinu undir myndum af Barack Obama Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra sem og árásarmönnunum í San Bernandino. Árásarmenninir, sem voru par, skutu fjórtán manns til bana og særðu 21 í ráðstefnusal í byrjun desember. Sjá einnig: Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu „Þess vegna fer hann fram á að múslimum verði tímabundið meinaður aðgangur að Bandaríkjunum meðan við reynum að klóra okkur fram úr því hvað er að eiga sér stað,“ segir röddin ennfremur og bætir við. „Hann mun afhöfða ISIS í snatri og taka olíuna þeirra. Hann mun stöðva ólöglega innflytjendur með því að byggja vegg við landamæri okkar sem Mexíkó mun greiða fyrir.“ Myndbandið er um 30 sekúndur að lengd og má sjá hér að ofan. Trump mælist sem fyrr með mest fylgi meðal Repúblikana en öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hefur saxað á fylgi hans í Iowa, þar sem kjósendur ganga fyrst að kjörborðinu í febrúar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ríkið okkar drepur helling af fólki líka“ Donald Trump hefur skorað á fjölmiðla í Bandaríkjunum að færa sér sönnunargögn þess efnis að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi einhvern tímann fyrirskipað morð á blaðamönnum. 21. desember 2015 07:00 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Auðkýfingurinn Donald Trump eignaðist nýjan bandamann í Rússlandsforseta á dögunum 20. desember 2015 21:58 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur sent frá sér fyrstu sjónvarpsauglýsinguna fyrir framboð sitt. Auðkýfingurinn hyggst verja tveimur milljónum dala, sem gera um 260 milljónir íslenskra króna, vikulega í birtingu sjónvarpsauglýsinga. Auglýsingin fer fyrst í sýningu í Iowa og New Hampshire á morgun en þar ganga kjósendur fyrst að kjörborðinu. Auglýsinga má sjá hér að ofan. „Stjórnmálamenn get haldið því fram að þetta sé eitthvað annað, en Donald Trump kallar þetta róttæk íslömsk hryðjuverk,“ segir rödd í myndbandinu undir myndum af Barack Obama Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra sem og árásarmönnunum í San Bernandino. Árásarmenninir, sem voru par, skutu fjórtán manns til bana og særðu 21 í ráðstefnusal í byrjun desember. Sjá einnig: Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu „Þess vegna fer hann fram á að múslimum verði tímabundið meinaður aðgangur að Bandaríkjunum meðan við reynum að klóra okkur fram úr því hvað er að eiga sér stað,“ segir röddin ennfremur og bætir við. „Hann mun afhöfða ISIS í snatri og taka olíuna þeirra. Hann mun stöðva ólöglega innflytjendur með því að byggja vegg við landamæri okkar sem Mexíkó mun greiða fyrir.“ Myndbandið er um 30 sekúndur að lengd og má sjá hér að ofan. Trump mælist sem fyrr með mest fylgi meðal Repúblikana en öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hefur saxað á fylgi hans í Iowa, þar sem kjósendur ganga fyrst að kjörborðinu í febrúar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ríkið okkar drepur helling af fólki líka“ Donald Trump hefur skorað á fjölmiðla í Bandaríkjunum að færa sér sönnunargögn þess efnis að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi einhvern tímann fyrirskipað morð á blaðamönnum. 21. desember 2015 07:00 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Auðkýfingurinn Donald Trump eignaðist nýjan bandamann í Rússlandsforseta á dögunum 20. desember 2015 21:58 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
„Ríkið okkar drepur helling af fólki líka“ Donald Trump hefur skorað á fjölmiðla í Bandaríkjunum að færa sér sönnunargögn þess efnis að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi einhvern tímann fyrirskipað morð á blaðamönnum. 21. desember 2015 07:00
Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57
Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Auðkýfingurinn Donald Trump eignaðist nýjan bandamann í Rússlandsforseta á dögunum 20. desember 2015 21:58
Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57