Ótvíræður skúrkur ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar