Stóra samsærið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun