Íslendingur sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2016 22:34 Guðmundur er sagður höfuðpaur í umfangsmiklum smyglhring. vísir/abc Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira