Samkeppni er óttalegt vesen skjóðan skrifar 13. janúar 2016 08:00 Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin? Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin?
Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira