Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton njóta stundar milli stríða. Mjótt er á mununum milli þeirra í fyrstu ríkjunum sem velja sér forsetaefni. Nordicphotos/AFP Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00