Ragga Eiríks á leið í magabandsaðgerð: Snýst ekki um útlitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 20:17 Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif. Ísland í dag Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif.
Ísland í dag Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira