Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Bjarki Ármannsson skrifar 25. janúar 2016 23:52 Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist, þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar hans í kosningabaráttunni. Helst hefur Trump vakið athygli fyrir það að heita að meina öllum múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum tímabundið ef hann nær kjöri. Blaðamaður New Yorker greinir svo í nýjasta tímariti blaðsins frá því að Trump hafi lofað því að ráðast gegn konum og börnum hryðjuverkamanna á fundi með stuðningsmönnum sínum í desember. Stuttu fyrir fundinn, sem fór fram í Mesa í Arizona-ríki, hafði Trump lýst því yfir í fjölmiðlum að til að stöðva hryðjuverkamenn sem gætu mögulega gert árás á Bandaríkin þyrfti að ráðast gegn (e. take out) fjölskyldur þeirra. Sjónvarpsmaðurinn Bill O‘Reilly bar þá spurningu upp við Trump á fundinum hvort hann myndi í alvörunni kalla eftir drápi kvenna og barna ef hann yrði forseti. Að því er greint er frá í New Yorker, svaraði Trump því einfaldlega að hann myndi ganga mjög langt. Við þetta brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. „„Yeah baby,“ öskraði einn maður nærri mér,“ segir í frásögn blaðamannsins Ryan Lizza. „Aldrei áður hef ég verið viðstaddur stjórnmálasamkomu þar sem fólk klappar fyrir morði á konum og börnum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17 Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist, þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar hans í kosningabaráttunni. Helst hefur Trump vakið athygli fyrir það að heita að meina öllum múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum tímabundið ef hann nær kjöri. Blaðamaður New Yorker greinir svo í nýjasta tímariti blaðsins frá því að Trump hafi lofað því að ráðast gegn konum og börnum hryðjuverkamanna á fundi með stuðningsmönnum sínum í desember. Stuttu fyrir fundinn, sem fór fram í Mesa í Arizona-ríki, hafði Trump lýst því yfir í fjölmiðlum að til að stöðva hryðjuverkamenn sem gætu mögulega gert árás á Bandaríkin þyrfti að ráðast gegn (e. take out) fjölskyldur þeirra. Sjónvarpsmaðurinn Bill O‘Reilly bar þá spurningu upp við Trump á fundinum hvort hann myndi í alvörunni kalla eftir drápi kvenna og barna ef hann yrði forseti. Að því er greint er frá í New Yorker, svaraði Trump því einfaldlega að hann myndi ganga mjög langt. Við þetta brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. „„Yeah baby,“ öskraði einn maður nærri mér,“ segir í frásögn blaðamannsins Ryan Lizza. „Aldrei áður hef ég verið viðstaddur stjórnmálasamkomu þar sem fólk klappar fyrir morði á konum og börnum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17 Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17
Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19