Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar kemur einnig fram að tvö minniháttar fíkniefnamál hafi komið upp á Suðurlandi í vikunni. Í öðru tilvikinu fannst hvítt efni í umbúðum á almannafæri en í hinu málinu var grunsamlegt efni í pakka á leið til viðtakanda. Verða efnin sendi til greiningar hjá tæknideild lögreglunnar.
Þá komu níu minniháttar umferðaróhöpp inn á borð lögreglunnar í vikunni, þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan var svo tvisvar kölluð til vegna heimilisófriðar eða ósættis milli skyldra eða tengdra aðila.