Meðal annarra sem mættu að frumsýninguna voru Martin Scorsese og Mick Jagger en þeir erum aðalframleiðendur þáttana, ekki amalegt tvíeyki þar á ferð. Sá síðarnefndi gaf aðalleikkonunni lítið eftir í silfurjakka með svartan klút.
Mikil eftirvænting er eftir þáttunum vestanhafs en sögusviðið er plötuútgáfa á áttunda áratugnum í New York. Búningarnir hafa til dæmis hlotið mikið lof. Sjá smá sýnishorn neðst í fréttinni.
Þess má til gamans geta að þættirnir munu ekki fara framhjá okkur á Íslandi en þeir fara í sýningu á Stöð 2 þann 14.febrúar, en um heimsfrumsýningu er að ræða.





