Helmingur tekna Valitor kemur frá útlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 13:29 Borgun og Valitor gætu hagnast vel á yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem um þrjú þúsund fjármálafyrirtæki í Evrópu eiga. vísir/stefán Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor. Borgunarmálið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Borgunarmálið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira