Porsche áætlar minnkandi hagnað vegna rafbílaþróunar Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 12:38 Porsche Mission E tilraunabíllinn sem eingöngu er knúinn rafmagni. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent