Guardiola segist vera eins og kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2016 18:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Pep Guardiola er enn þjálfari þýska stórliðsins Bayern München og hann er orðinn svolítið þreyttur á því að vera spurður aftur og aftur út í Manchester City. Guardiola mun hætta með lið Bayern München í sumar og færa sig yfir til Englands þar sem hann tekur við liði Manchester City af Manuel Pellegrini. Hann hafnaði nýjum samningi við þýska félagið og tilkynnti í desember að hann væri á förum. Hinn 45 ára gamli Pep Guardiola er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við enska félagið en Pellegrini á samt enn möguleika á því að vinna fernuna með City á þessari leiktíð. Guardiola hefur þrátt fyrir ungan aldur og ekki alltof langan feril unnið þegar 19 titla sem þjálfari Barcelona og Bayern München. Guardiola getur sjálfur enn unnið þrennuna með Bayern München og getur enn mætt verðandi lærisveinum sínum í Manchester City í Meistaradeildinni. Guardiola er samt orðinn frekar þreyttur á spurningum um Manchester City og þá sérstaklega þegar menn forvitnast um hvort að hann geti yfir höfuð einbeitt sér að þjálfun Bayern. „Yrði þetta erfitt. Ég er eins og kona því ég get alveg hugsað um tvo hluti í einu og haft stjórn á báðum aðstæðum. Ég hef mikla hæfileika í það," sagði Pep Guardiola með smá kaldhæðni við blaðmenn á fundi fyrir leik helgarinnar. BBC segir frá. „Ég get ekki sagt eitthvað nýtt um þetta mál í hverri viku. Það eru ennþá fjórir mánuðir í þetta og þetta er ekki vandamál í mínum huga. Blöðin geta haldið áfram að ráðast á mig en ég held bara áfram mínu starfi," sagði Guardiola. „Þjálfurum er ekki sýnd mikil virðing þessa dagana. Það er allstaðar svoleiðis, í Madrid, í Barcelona, í Þýskalandi og á Englandi. Það eru dagblöð, sem menn bera virðingu fyrir, sem hafa ekki spurt mig eina spurningu um fótbolta á þessum þremur árum," sagði Guardiola. „Þetta fylgir víst starfinu. Ég skil það ekki en ég lifi með því," sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira