Vildi tengjast landinu Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2016 11:00 Ásgrímur Jónsson málaði mikið úti við á árunum eftir að hann kom heim frá námi. Undir berum himni er ný sýning í safni Ásgríms Jónssonar á málverkum Ásgríms sjálfs. Sýningin opnaði á safnanótt en sýningarstjóri er Rakel Pétursdóttir og hún segir að margir hafi beðið eftir því að verkin sem hér um ræðir komi til sýningar og hér sé því komið tilvalið tækifæri til þess að skoða þetta tímabil í verkum Ásgríms. „Við erum að sýna verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir, sem eru að stærstum hluta frá þeim tíma eftir að Ásgrímur kemur heim úr námi við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1909. Hann hraðaði sér heim frelsinu feginn til þess nýta áunna þekkingu og til að mála náttúru landsins. Áherslan er á suðurströndina og hann fer margar ferðir alveg austur í Skaftafellssýslur og málar mikið úti við.“ Aðspurð hvort að þetta tímabil hafi verið mótandi í list Ásgríms segir Rakel: „Við erum alla vega þakklát fyrir þetta tímabil í hans list. Að eiga þessar flottu vatnslitamyndir og málverk frá þessum tíma því þetta eru mjög glæsileg verk. Ásgrímur vann afskaplega vel úr sinni akademísku skólun og þó að skólinn þætti að mörgu leyti staðnaður á þessum tíma var Ásgrímur meðvitaður um það. Fór mikið á söfn og sýningar til þess að fylgjast með hvað væri að gerast og sér t.d. bæði Rambrandt og Van Gogh. En það má segja að þeirra áhrifa gæti seinna því þarna er hann fyrst og fremst að nýta þessa akademísku menntun. Hann gerir þetta samt á eigin forsendum. Þeir sem eru að mála úti við mynda oft hópa eins og Skagen málararnir og þetta er oft mikil deigla en Ásgrímur var mikið einn á ferðinni. Hann var mikið að vinna með birtuna og það má sjá í endurminningum hans hversu óþreyjufullur hann var að koma heim og tengjast landinu á ný.“ Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Undir berum himni er ný sýning í safni Ásgríms Jónssonar á málverkum Ásgríms sjálfs. Sýningin opnaði á safnanótt en sýningarstjóri er Rakel Pétursdóttir og hún segir að margir hafi beðið eftir því að verkin sem hér um ræðir komi til sýningar og hér sé því komið tilvalið tækifæri til þess að skoða þetta tímabil í verkum Ásgríms. „Við erum að sýna verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir, sem eru að stærstum hluta frá þeim tíma eftir að Ásgrímur kemur heim úr námi við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1909. Hann hraðaði sér heim frelsinu feginn til þess nýta áunna þekkingu og til að mála náttúru landsins. Áherslan er á suðurströndina og hann fer margar ferðir alveg austur í Skaftafellssýslur og málar mikið úti við.“ Aðspurð hvort að þetta tímabil hafi verið mótandi í list Ásgríms segir Rakel: „Við erum alla vega þakklát fyrir þetta tímabil í hans list. Að eiga þessar flottu vatnslitamyndir og málverk frá þessum tíma því þetta eru mjög glæsileg verk. Ásgrímur vann afskaplega vel úr sinni akademísku skólun og þó að skólinn þætti að mörgu leyti staðnaður á þessum tíma var Ásgrímur meðvitaður um það. Fór mikið á söfn og sýningar til þess að fylgjast með hvað væri að gerast og sér t.d. bæði Rambrandt og Van Gogh. En það má segja að þeirra áhrifa gæti seinna því þarna er hann fyrst og fremst að nýta þessa akademísku menntun. Hann gerir þetta samt á eigin forsendum. Þeir sem eru að mála úti við mynda oft hópa eins og Skagen málararnir og þetta er oft mikil deigla en Ásgrímur var mikið einn á ferðinni. Hann var mikið að vinna með birtuna og það má sjá í endurminningum hans hversu óþreyjufullur hann var að koma heim og tengjast landinu á ný.“
Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira