Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:10 Vegagerðin býst við að loka þurfi Hellisheiði og Þrengslum um og upp úr hádegi vegna veðurs. vísir/vilhelm Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04
Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14