Það má ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar